Færsluflokkur: Bloggar

Vinsælustu merkin sumarið 2014

Hæ aftur elsku stúlkur!

Hafa ekki margir verið að pæla hver vinsælustu merkin eru? Nú að sjálfsögðu munum við segja ykkur svörin við þeirri spurningu hér.  
Það eru þó nokkur merki sem eru vinsæl núna og hægt að velja úr mörgu og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Njótið!

1. Topshop - þúst ég meina þetta er bara svo flott merki og það kannast nú flestir við Topshop sokka!
2. Cheap Monday - allt svo flott! Gallabuxurnar eru nátturlega bara fullkomnar!
3. Zara - hefðbundin og falleg föt. Tilvalið fyrir alla!
4. Vero Moda - held að það sé ekki til betri búð til að versla flott föt á góðu verði á Íslandi.
5. H&M - sorry stelpur þessi er bara alltaf jafn vinsæl!
6. Abercrombie, Hollister og Gilly Hicks eru alveg nokkuð vinsæl merki og ef þið eruð að pæla þá er hægt að fá eitthvað að fötum frá þessum merkjum í Leyndarmál í Laugardalnum! Mæli með að kíkja!
Victorias Secret - þetta hefur alltaf verið trend!
66' norður - hver kannast ekki við úlpurnar...


Svo eru auðvitað svo miklu fleiri.... Um að gera að fara að skoða!

P.s svo er líka mjög gaman að panta föt og skó á netinu.... Við komum svo kannski með nokkur ráð hvernig er besta að gera það seinna!







Góð ráð fyrir ferðalög!

Sælar aftur kæru stelpur! Nú fer aldeilis að styttast í sumarið og margir sem ætla að skella sér eitthvað til útlanda í fríinu. Þess vegna ætlum við að skrifa hvað er gott að taka með sér í handfarangri, outfit fyrir flugferðina og nokkur góð ráð í sambandi við flug!

 Njótið vel elskurnar!

 Hvað áttu að taka með þér í handfarangri:

 1. Vegabréf, veski og svoleiðis! 2. Síma, fartölvu, Ipad, Ipod og þannig dót og auðvitað hleðslutækin.

 3. Nauðsynlegar snyrtivörur og auka par af sokkum og nærfötum ef taskan týnist (bara svona til öryggis)

 Outfit 

 Þegar verið er að ferðast er gott að vera í þægilegum fötum. Leggings, hlaupabuxur eða jogging buxur í  þrengra laginu!  Hvítur bolur og hringtrefill ( það verður stundum svoldið kalt þarna í skýjunum!)    þægilegur strigaskór t.d Converse eða nike free ;)

 Hérna eru svo nokkur góð ráð!

 1. Bintu borða við ferðatöskuna... Sérstaklega þegar hún er svört því þá verður taskan sýnileg og líka    bara pínu smart! ( þetta er stolið úr youtube channel mylifeaseva;) )

 2. Pakkaðu alltaf hálfu minna en þú heldur að þú þurfir og meiri pening en þú heldur.

 3.  Settu límband yfir stúta á snyrtivörum ( það er svo pirrandi þegar shamphoo eða eitthvað annað er    farið yfir öll fötin þín ég meina hvað áttu að gera.

 4. Síðast en ekki síst, skrifaðu alltaf lista áður en þú byrjar að pakka. 

 Vonandi kom þetta að góðum notum!

  Bæbæ

 

   

 


Heitustu skórnir 2014

Hæ stelpur!

Nú er komið að annari færslunni og nú ætlum við að skrifa um skóna sem verð vinsælastir í sumar. Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað með að velja hinu pottþéttu skó fyrir þetta frábæra sumar 2014.

 1. Nike rosherun - Skór. is 19.995

 2. Vans- Focus 12.995

 3. Nike air max thea - Skór.is 27.995

 4. Converse - Skór.is 13.995 

 Bless í bilii 

 


Fyrsta færslan!

Kæri lesandi

Þetta er fyrsta færslan af vonandi ógeðslega mörgum en við munum m.a. skrifa um nýustu trendin,góð öpp og uppáhalds lögin og bara einfaldlega það sem okkur dettur í hug! Okkur langar líka að nefna neon-sveppina efst á síðunni en þetta var bara eina bleika þemað sem var í boði.

P.s.If it is pink it works. InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband